RWS TEYMIÐ
Meira um okkur
Sabrína Lind Adolfsdóttir
Stofnandi og eigandi RWS, ég er hlaupaþjálfari, ÍAK einkaþjálfari og hlaupatækni þjálfari, ÍAK styrktarþjálfari. 2 barna mamma og fkn frábær kona.
Ég hafði verið í fótbolta allt mitt líf svo þegar mér fannst kominn tími til að skilja við þann kafla þá stóð ég uppi rosalega áttavilt. áttaði mig á því að ég hafði ekki ræktað neitt annað í lífi mínu nema það svo sjálfstraustið var svo lítið á öðrum sviðum. Mig hafði alltaf langað til að byrja að hlaupa en var rosalega feimin að hlaupa úti. En ég fór út! ég setti mér markmið að ná að hlaupa 1km, 2, 3, sem allt í einu urðu 10 og svo 21km.
Ég vildi bara finna eitthvað sem væri MITT og sem ég stjórnaði bara alveg sjálf og vildi sýna sjálfri mér að ég gæti það sem ég ætla mér
Ég fann ekki bara líkamlegu bætingarnar heldur fann ég líka svakalegan mun andlega.
Eftir að ég verð mamma þá ríkur kvíði minn úr öllu valdi og ég fór að leita í hlaupin ennþá meira fyrir andlegu heilsuna og fór að nýta mér margar sálfræðilegar aðferðir til að bæta hana á MEÐAN ég hljóp.
Eins og kannski mörg sem hafa tekið eftir, sem hafið fylgt mér á instagram þá er ég ekki feimin að peppa aðra sem OG sjálfa mig. Eitt að fara úr hóp íþrótt í að hlaupa ein með eigin hugsunum áttaði ég mig fljótt á því að ég þarfa að vera minn stæðsti peppari
Rebekka Heimisdóttir
Ég er ÍAK styrktarþjálfari, lögreglumaður, áhugamanneskja um heilsu og eins og Sabrína fkn frábær kona.
Sem barn og unglingur stundaði ég fótbolta, frjálsar, sund og blak og bý því yfir góðum grunn af fjölbreyttri hreyfingu.
Ég elska að hlaupa fyrir sjálfa mig og finna frelsið sem fylgir því. Að ná líkamlegum áskorunum í hlaupum er frábær tilfinning en það er fátt sem jafnast á við það að sigra hausinn og finna bætingu á andlegri heilsu samhliða því.
Inga Birna Sigursteinsdóttir
Ég er núna að vinna í meistaragráðu minni í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði, og er útskrifuð með BSc í sálfræði frá Háskóla Reykjavíkur,
hef mikla ástríðu fyrir því að fræða sjálfa mig og aðra um geðheilsu og geðheilbrigði. Á meðan á náminu mínu stóð var ég virk í starfsemi Hugrúnar Geðfræðslufélags að fræða ungmenni um geðheilsu og geðheilbrigði. Sat ég í stjórn félagsins skólaárið 2022-2023 sem fræðslustýra.
Það er svo magnað að sjá hvað hreyfing getur gert fyrir andlega heilsu og þess hve mikið fræðsla um andlega heilsu getur gert til að ýta manni áfram í hreyfingunni. Það er svo mikilvægt að vita hvað þetta heldur allt saman í hendur.